Ein þrá

Hvernig hefur Guð ætlað þér að lifa?
-efni fyrir biblíufræðslu

Hvers vegna skapaði Guð þig? Hvernig hefur Hann ætlað þér að lifa? Hvaða tilgang hefur Hann fyrir líf þitt? Í þessum ókeypis Biblíulestrum muntu kanna lykilhugmyndir Biblíunnar og öðlast gagnleg ráð sem munu hjálpa þér að lifa þýðingamiklu lífi með Guði.

 

Lestrunum er skipt í fimm meginþemu. Þeir hefjast á hluta þar sem farið er yfir helstu undirstöðuatriði sem hjálpa þér að skilja heildarmyndina varðandi það sem Guð er að gera í heiminum og vill gera í þínu lífi.

 

Í fyrsta lagi munum við skoða hvað það merkir að vera móttækileg fyrir Guði því að án þess er ómögulegt að eiga samband við Hann. Í öðru lagi munum við skoða dýpkun trúar vegna þess að traust er þungamiðja allra sambanda, sérstaklega sambands við Guð. Í þriðja lagi munum við skoða það að lifa fyrir guðlegan mátt. Í þessum hluta muntu kanna leyndardóm þess að reiða þig á yfirnáttúrulegan mátt Guðs frekar en að reiða þig á það besta sem þú getur áorkað á eigin spýtur. Að lokum muntu kanna hvernig þú getur persónulega sameinast Guði í því sem Hann er að gera í heiminum. 

 

Þú getur halað niður öllu lesefninu í einu eða einum hluta í einu. Ef þig vantar frekari upplýsingar eða útprentað eintak máttu endilega hafa samband: sda@adventistar.is

 

Ég óska þér alls hins besta á þessu ferðalagi! 

 

Gavin Anthony

 

Skoða efnið kafla fyrir kafla

Þessi hluti Biblíulestranna eru leiðbeiningar um það hvernig eigi að nota bókina. Áður en þú lest nokkuð annað skaltu fyrst lesa „Hvert er stefnt?“ vegna þess að sá kafli mun veita þér innsýn í hvert stefnir með þessum Biblíulestrum. Sá kafli inniheldur eftirfarandi upplýsingar:

 

—hvert er stefnt?
—hvernig nota á bókina
—yfirlit hluta 
—leiðbeiningar handa kennurum 
—helstu trúarkenningar 
—skírnarheitið–yfirlit 
—helgidómurinn og lærisveinar 

 

Byrjaðu hér

Stundum er gott að byrja á því að líta á heildarmyndina. Ég mæli með því að ljúka þessum hluta áður en þú byrjar að skoða hinar lexíurnar.Í þessum hluta muntu kanna heildarmyndina varðandi það sem Guð er að gera í heiminum okkar og hvernig þú passar inn í áform Guðs.

 

1. allt er viðbrögð við kærleika 
2. sköpun mín var til dýrðar Guði 
3. Guð skapaði mig í sinni mynd 
4. vandi okkar allra 
5. hvernig áform Guðs kemst í samt lag  
6. hvers vegna að fylgja áformi Guðs?
7. hversu mikið er hægt að breytast?
8. geimárás á hönnun Guðs 
9. leiðsögukort fyrir ferð þína
10. okkur er ekki ætlað að ferðast ein
11. endurreisnarferlið 
12. hjartavandamál 

 

að leggja UNDIRSTÖÐUR

Andlega ganga þín hefst á vaxandi móttækileika þínum fyrir Guði. Eftir því sem þú opnar huga þinn og hjarta fyrir Guði mun Guð svara þér. Þessar lexíur kanna mismunandi leiðir til þess að opna sig fyrir Guði.

13. biblíunni lokið upp

14. biblían heimfærð upp á líf mitt
15. að nota andlega dagbók
16. lifað í nærveru Guðs
17. lesið til að heyra Guð tala 
18. fyrirgefningin meðtekin
19. að njóta orða Guðs
20. um hvað á að biðja?
21. að læra Biblíugreinar utan að
22. að heyra rödd Guðs í hávaðanum
23. opin fyrir þrenningunni
24. hvers vegna tilbeiðsla?
25. að þrá Guð sjálfan
26. í miðju alheimsstríði

 

að þrá eftir EINLÆGNI

Hjarta sem er opið fyrir Guði gerir það mögulegt að traust gagnvart Guði geti myndast. Þessar lexíur kanna hvernig þú getur aukið trú þína á því hver Guð er og það sem Guð hefur sagt.

 

27. beðið með Biblíunni
28. hvernig Guð tekur á syndinni
29. það sem Jesús hefur gert fyrir mig
30. glímt við erfiðleika
31. lifað samkvæmt forsjón Guðs
32. trúað á sköpunina
33. hvað gerist þegar ég dey?
34. Guð í fyrsta sæti
35. hvers vegna að taka skírn?
36. mun fólk kveljast eilíflega í helvíti?
37. lærum að tjá lofgjörð
38. endurkoma Jesú
39. kristin sjálfsmynd mín 
40. kynlíf og hjónaband

 

að dýpka TRÚ

Eftir því sem hjarta þitt opnast og trú þín á Guð festir rætur í lífi þínu muntu læra að treysta Guði fyrir öllu sem þú hefur og öllu sem þú ert. Eftir því sem þú lærir að gefast Guði algjörlega mun Guð fylla líf þitt af Heilögum anda í sívaxandi mæli. Þá mun líf þitt opinbera sönnun yfirnáttúrulegs mátts.

 

41. skref 1—ég dey syndugu eðli mínu

42. skref 2—fyllt Heilögum anda

43. að gefast vilja Guðs

44. auðmjúk játning

45. kvöldmáltíðin: Jesús var undirgefinn

46. undirgefni og hlýðni við lögmál Guðs

47. líkami minn undirgefinn Guði—1

48. líkami minn undirgefinn Guði—2 

49. endurreisn fyrir auðmýkt 

50. mótuð af biblíulegum meginreglum 51. gefumst til að öðlast hreinleika 

52. deyjum sjálfinu— venjum og erfiði

53. beðið um fyllingu

54. fyllt með daglegri guðrækni

 

að reiða sig á GUÐLEGAN MÁTT

Þegar kraftur Heilags anda vinnur í lífi þínu muntu geta sameinast Guði í því starfi sem Hann vinnur í heiminum. Þessar lexíur snúast allar um það hvernig þú getur tekið þátt í verki Guðs í ríki Hans.

 

55. hlutverk kirkjunnarað 

56. ferð Jesú til að ná til heimsins 

57. þrjú grunnatriði boðunar 

58. hvernig Guð undirbýr okkur 

59. hvar finn ég minn vettvang til að þjóna? 

60. tíund og ráðsmennska 

61. endir veraldar 

62. beðið fyrir öðrum 

63. að deila vitnisburði með öðrum 

64. að þjóna eins og Jesús 

65. ævintýri í þjónustu 

66. að vera trúverðugur 

67. spádómsboðskapur til að deila með öðrum 

68. hvíldardagurinn

 

að taka þátt í STARFI GUÐS